Why I changed my mind

About a year ago I announced to my loved ones and everyone on Facebook that I was trans and that I intended to begin my transition towards living as a man. Since then a lot has happened and I participated in a number of projects aimed at improving education about trans people.

To begin with everything went well and I felt really good about my decision. I started hormone replacement therapy in late March and planned on getting my chest reconstruction done this fall. I decided however to postpone my surgery because the stress over my dissertation had left my health in a poor state and I needed to start working as soon as possible so as to have an income.

After I had made that decision I realised that I felt relieved. As a result I started examining how I felt about everything and what it meant. After a few weeks I decided that despite my gender identity being fluid and confusing, transitioning simply isn’t right for me.

There are so many aspects of all of this that are so complicated and difficult. My relationship with the people around me, particularly my family and old friends, has become weird and awkward, and everything to do with relationships and love is complicated and my options are limited. I hate being unable to go swimming or to the gym without a hassle and meeting new people is always strange and I hate having to constantly explain things.

There are pros and cons to going through with the transition, just as there are pros and cons to not doing it. When I decided to start, last year, I didn’t have all the information I needed to really compare the two options. I don’t regret doing what I’ve done. I needed to do it to understand myself and better evaluate my options in life. I now see that the consequences and sacrifices that come with transitioning are things I am not willing to live with. I believe it is healthier for me, at this point in time, to try to find a way to live with myself as I am and to be happy in this body the way it is.

I want it to be clear that this decision of mine does NOT reflect on other trans people. This does not mean that all the other trans people also just need to learn to live with themselves as they are, or that it’s all a phase or some kind of madness. It is a privilege to be able to decide not to do this. I thought when I started that this was the only way for me to survive, but I see now that it isn’t…in my case. In the case of many trans people (if not most) it really is a question of life and death. Transitioning is the only way to survive.

The process is at every stage designed so that there is space for people to change their minds. This is the biggest decision a person can make, and the most drastic change anyone can go through. It is a large and difficult decision to make to go through with this and no one does so without being serious. I was serious. But it is also a huge decision to stop and I need support in doing so as much as I did before.

So from now on I am Dora once more. It’ll be strange to get used to that again and in many ways not easy. I have a long period ahead of me where I need to work through how I feel and what I can do to find my place in life.

At this point I feel it is important to note that I do not want to hear “I always knew it would go this way” or any kind of speculations about my mental health. The only person who can explain what this is all about or what it mean, is me!

Advertisements

Aside

Af hverju ég hætti við

Fyrir um ári síðan tilkynnti ég fólkinu í lífi mínu og öllum á Facebook að ég væri trans og að ég ætlaði að hefja ferlið í áttina að því að lifa sem karlmaður. Síðan hefur margt gerst og ég tók þátt í ýmsum verkefnum sem snérust um að fræða almenning um það hvað það þýðir að vera trans.

Til að byrja með gekk allt vel og mér leið virkilega vel með þá ákvörðun sem ég hafði tekið. Ég hóf hormónameðferð í lok mars og stefndi á að fara í brjóstnám núna í haust. Hinsvegar þegar leið á sumarið og ég var sem mest á kafi í stressi yfir mastersritgerðinni (sem nú er lokið) þá ákvað ég að fresta aðgerðinni. Ég var ekki í líkamlegu standi til að díla við stóra skurðaðgerð auk þess sem ég þurfti að fara að vinna sem fyrst til að hafa einhverjar tekjur.

Eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin áttaði ég mig á því hversu mikið mér létti við það. Í framhaldinu fór ég að hugsa meira um það hvað þetta þýðir allt saman fyrir mig. Eftir nokkurra vikna umhugsun hef ég ákveðið að þótt kynvitund mín sé á reiki og ég eigi erfitt með að átta mig á því hvar ég stend, þá er ferlið ekki rétta leiðin fyrir mig.

Það er svo margt í þessu öllu saman sem er svo flókið og erfitt. Samskipti við fólk í kringum mig, þá sérstaklega fjölskylduna og gamla vini, eru skrítin og klunnaleg og allt sem viðkemur ástarsamböndum og slíku er flókið og valmöguleikar mínir fáir. Mér finnst erfitt að geta ekki farið í sund eða ræktina án þess að það sé mikið mál. Það er alltaf hálfleiðinlegt að hitta nýtt fólk og að þurfa alltaf að vera að útskýra hlutina.

Það eru kostir og gallar sem fylgja því að fara í gegnum ferlið, alveg eins og það eru kostir og gallar sem fylgja því að gera það ekki. Þegar ég tók þá ákvörðun að byrja á þessu, þá gat ég illa borið þessa valkosti saman. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið þessa leið, ég þurfti að gera það til að skilja mig betur og meta almennilega hvað mér stendur til boða í lífinu. Ég sé núna að gallarnir og fórnirnar sem fylgja því að fara alla leið í þessu ferli eru eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að lifa með. Ég tel að það sé heilbrigðara fyrir mig, á þessum tímapunkti, að finna leið til að vera hamingjusöm í líkama mínum eins og hann er.

Ég vil hinsvegar að það sé alveg á hreinu að þessi ákvörðun mín hefur EKKERT að gera með annað transfólk. Þetta þýðir ekki að allt annað transfólk eigi bara líka að reyna að vera sátt eins og það er, eða að þetta sé allt saman bara einhver geðveiki eða eitthvað furðulegt tímabil. Það eru forréttindi að vera í þeirri stöðu að geta ákveðið að gera þetta ekki. Ég hélt þegar ég byrjaði að það væri eina leiðin til að lifa af, en ég sé núna að það er ekki rétt…í mínu tilfelli. Í tilfelli margs transfólks (ef ekki flests) þá er það spurning um líf og dauða. Ferlið er eina leiðin til að lifa af.

Ferlið er á öllum stigum hannað þannig að það sé í boði að snúa við. Þetta er stærsta ákvörðun sem nokkur manneskja getur tekið, og umsvifamestu breytingar sem nokkur sál getur gengið í gegnum. Það er stór og erfið ákvörðun að gera þetta. Það fer enginn út í þetta nema að vera alvara…og mér var alvara. En það er líka stór og erfið ákvörðun að hætta við og ég þarf alveg jafn mikinn stuðning til þess.

Ég er því núna Dóra (Halldóra) enn á ný. Það verður skrítið að venjast því aftur og að miklu leiti ekki auðvelt. Ég á langt tímabil framundan þar sem ég þarf mikið að vinna með það hvernig mér líður og hvað ég get gert til að finna minn stað í lífinu.

Ég vil taka það strax fram að ég vil ekki fá að heyra “ég vissi allan tímann að þetta færi svona” eða einhvers konar pælingar um geðheilsu mína. Eina manneskjan sem getur eitthvað útskýrt um hvað þetta snýst eða hvað það þýðir er ég!

Aside